Erlent

85 ára í haldi í Norður-Kóreu

Merill
Merill
Bandarísk yfirvöld hafa farið þess á leit við Norður Kóreu að bandarískur ríkisborgari sem hefur verið þar í haldi í um mánuð verði látinn laus.

Maðurinn, Merril Newman er 85 ára, eftirlaunaþegi og fyrrverandi hermaður. Hann barðist í Kóreustríðinu fyrir að verða sex áratugum. Hann var handtekinn í höfuðborginni þegar að hann var þar í fríi. Norður kóresk yfirvöld saka hann um að hafa verið að leita að njósnurum og hryðjuverkamönnum til að skaða landið.

Þá var Newman neyddur til að biðjast afsökunar á því að hafa myrt norður kóreska hermenn og almenna borgara á meðan stríð á milli þjóðanna geisaði fyrir sextíu árum.

Newman er annar af tveimur Bandaríkjamönnum sem er í haldi í Norður Kóreu. Hinn er Kenneth Bae sem var í nóvember í fyrra, dæmdur í 15 ára þrælkunarvinnu fyrir að hafa ætlað að fella ríkisstjórn Norður Kóreu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×