Erlent

Tveir látnir í lestarslysi í New York

Freyr Bjarnason skrifar
Að minnsta kosti tveir hafa látist í slysinu, samkvæmt CNN.
Að minnsta kosti tveir hafa látist í slysinu, samkvæmt CNN. mynd/AP
Að minnsta kosti tveir hafa látist eftir að farþegalest fór út af sporinu í Bronx-hverfinu í New York-borg.

Samkvæmt myndum sem voru teknar á slysstað fóru átta af vögnum lestarinnar út af sporinu. Enginn þeirra lenti ofan í vatni sem er þar skammt frá.

Eldur kom upp í tveimur til fimm af vögnunum. Í frétt CNN segir að eitt hundrað slökkviliðsmenn séu á slysstað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×