Erlent

Forsætisráðherra Tælands segir ekki af sér

Samúel Karl Ólason skrifar
Mótmælendur stálu þessu lögreglubíl og notuðu hann til að keyra niður steypta vegatálma.
Mótmælendur stálu þessu lögreglubíl og notuðu hann til að keyra niður steypta vegatálma. Mynd/EPA
Yingluck Shinawatra hefur, forsætisráðherra Tælands, neitar að segja af sér. Mótmælendur hafa farið fram á það, en hún sagði slíkar kröfur brjóta gegn stjórnaskránni. Þó sagðist hún vera tilbúin til viðræðna við mótmælendur.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Mótmælendurnir reyndu í morgun að brjóta sér leið inn á skrifstofu forsætisráðuneytisins. Fjórar manneskjur hafa látist í mótmælunum í landinu, sem eru þau verstu frá árinu 2010, þegar meira en 90 manns létust. Lögregla hefur notað táragas, vatnsfallbyssur og gúmmíkúlur gegn mótmælendum.

„Allt sem ég get gert til að gera fólk hamingjusamt, er ég tilbúin til að gera. En sem forsætisráðherra, verður allt sem ég geri að vera í samræmi við stjórnarskránna,“ sagði Yingluck í sjónvarpsávarpi. Hún hefur einnig sagt að hún muni ekki leyfa vopnabeitingu gegn mótmælendum. „Ég trúi því, að fólk vilji ekki sjá söguna endurtaka sig. Þegar við sáum fólk þjóst og deyja.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×