Innlent

Vara við hreindýrum á vegum

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
mynd/Vilhelm Gunnarsson

Vetrarfærð er í flestum landshlutum en autt er frá Öræfasveit og austur á Reyðarfjörð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Snjóþekja, hálka eða hálkublettir eru víða á Suðurlandi og austur í Öræfasveit. Hálkublettir eru á Reykjanesi en hálka er á Sandskeiði og Hellisheiði.

Á Vesturlandi er hálka eða snjóþekja á vegum og skafrenningur á fjallvegum.

Snjóþekja og  hálka er á Vestfjörðum. Víða er skafrenningur, sérstaklega á fjallvegum. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru ófærar.

Á Norðurlandi vestra er hálka eða snjóþekja á vegum og víða éljagangur og skafrenningur. Þæfingsfærð er á austanverðum Skaga.

Norðaustanlands er snjóþekja eða hálka á vegum, snjókoma og skafrenningur.  Þæfingsfærð og snjókoma er á Tjörnesi og þæfingur og skafrenningur á Hólasandi.

Hálka eða snjóþekja á flestum leiðum á Austurlandi en þæfingsfærð og snjókoma á Vatnsskarði eystra.  Greiðfært er þó frá Reyðarfirði og áfram með suðausturströndinni að Jökulsárlóni.


Hreindýr á Austur- og Suðausturlandi
Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við hreindýrum á Austur- og Suðausturlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.