Innlent

Lásasmiður í stórhættu í skotbardaganum í Hraunbæ

Tæknideild lögreglu var við störf á vettvangi í gær. Á myndinni sést inn í íbúð mannsins, og kúlnagöt á veggnum eftir að hann skaut á lögreglumenn.
Tæknideild lögreglu var við störf á vettvangi í gær. Á myndinni sést inn í íbúð mannsins, og kúlnagöt á veggnum eftir að hann skaut á lögreglumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Lásasmiður var kallaður til þegar sérsveit lögreglunnar reyndi að komast inn í íbúð mannsins sem stóð í skotbardaga við sérsveitina aðfaranótt mánudags í Hraunbæ.

Maðurinn mun hafa verið í stórhættu þegar hann var við störf en maðurinn skaut nokkrum skotum í áttina að lögreglumönnunum þegar þeir reyndu að brjótast inn í íbúðina.

Lásasmiður frá Neyðarþjónustunni hafði þá nýlokið við að brjóta upp lásinn á íbúðinni.

Ólafur Már Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarþjónustunnar, vildi lítið tjá sig um málið í samtal við Vísi en sagði að útkallið hafi verið eðlilegt í upphafi. Það hafi í raun allt verið eðlilegt þar til að lásasmiðurinn hafði opnað hurðina og þá hófst skothríð.

Ólafur Már staðfesti við fréttastofu Vísis að lásasmiðurinn væri enn frá vinnu en hann er væntanlegur til baka á næstu dögum.

Ólafur vildi annars ekki tjá sig meira um málið en fyrirtækið er bundið trúnaði við sína viðskiptavini.

Í kvöldfréttum RÚV var fjallað um að aldrei hafi komið fram að mögulega væri vopnaður maður inni íbúðinni þegar lásasmiðurinn var kallaður út. Lásasmiðurinn var því algjörlega óvarinn og í mikilli hættu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.