Erlent

Geislavirku efnin í Mexíkó fundin

Stórt svæði var afgirt umhverfis flutningabílinn.
Stórt svæði var afgirt umhverfis flutningabílinn. Mynd/EPA
Lögreglan í Mexíkó hefur fundið flutningabíl sem var fullur af geislavirkum úrgangi en trukknum var stolið nálægt höfuðborg landsins á mánudgainn var. Bíllinn fannst á víðavangi og geislavirka efnið, Cobalt 60, hafði verið tekið úr sérstökum geymslukössum en yfirvöld segja að allt efnið hafi þó fundist.

Líkur eru taldar á því að þjófarnir hafi hinsvegar orðið fyrir lífshættulegri geislun þegar þeir opnuðu kassana. Allir spítalar á svæðinu eru vaktaðir enda er búist við því að þjófarnir leiti sér bráðlega hjálpar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×