Erlent

„Afrekaði meira en hægt er að búast við af nokkrum manni“

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/EPA
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt fyrir skömmu sjónvarpsávarp um fráfall Nelson Mandela. Obama sagði Mandela hafa verið einn af hugrökkustu og góðhjörtuðustu mönnum sem heimurinn hefði nokkurn tíma séð.

„Hann afrekaði meira en hægt er að búast við af nokkrum manni,“ sagði Obama. Hann sagði einnig að ferðalag Mandela frá fanga til forseta sýni að manneskjur og þjóðir geti breyst til hins betra og að hann hafi sjálfur fengið innblástur frá Mandela.

Ávarpið allt má sjá hér að neðan og einnig er hægt að sjá ávarp Jacob Zuma, forseta Suður Afríku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×