Erlent

Hvatt til að syngja og dansa Mandela til heiðurs

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Á myndinni má sjá Mandela dansa 20. mars 1992 þegar hann tilkynnti blökkufólki í Suður Afríku að þætti myndi taka þátt í næstu kosningum landsins,
Á myndinni má sjá Mandela dansa 20. mars 1992 þegar hann tilkynnti blökkufólki í Suður Afríku að þætti myndi taka þátt í næstu kosningum landsins, mynd/AFP
Íbúar Suður Afríku eru hvattir til þess að hópast út á götur á morgun og syngja og dansa fyrrverandi forseta landsins, Nelson Mandela, til heiðurs.

Fjölskylda Mandela  sendi frá sér yfirlýsingu í dag en Mandela lést á fimmtudagskvöld, 95 ára að aldri. Fjölskyldan segir að stoð og stytta hennar sé nú horfin á braut en að andi hans verði enn á meðal fólksins í Suður Afríku. Á morgun verður leiðtogans minnst í bænastundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×