Erlent

Hálfreykt jóna í hamborgaranum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Þegar konan beit í hamborgarann fann hún skrýtna lykt.
Þegar konan beit í hamborgarann fann hún skrýtna lykt. myndir/getty
Starfsmanni bandarísku skyndibitakeðjunnar Wendy's hefur verið sagt upp störfum eftir að hálfreykt jóna í hans eigu endaði í mat viðskiptavinar.

Kona í borginni Lovejoy í Georgíuríki pantaði ostborgara í bílalúgu Wendy's og ók með hann heim. Þegar hún tók bita fann hún undarlega lykt af matnum og þegar hún lyfti efri hluta hamborgarabrauðsins kom jónan í ljós, en jóna er slanguryrði yfir marijúanasígarettu.

Konan hafði samband við Wendy's og hringdi einnig í lögregluna. Í kjölfarið var hin 32 ára Amy Elizabeth Seiber handtekin, og mun hún hafa viðurkennt að hafa reykt jónuna í vinnunni.

Auk þess að hafa verið sagt upp hefur hún einnig verið ákærð fyrir að hafa marijúana í fórum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×