Erlent

Boðað til kosninga í Taílandi

Yingluck Shinawatra forsætisráðherra Taílands, hefur ákveðið að leysa upp taílenska þingið og boða til kosninga til að bregðast við fjölmennum mótmælum stjórnarandstæðinga í höfuðborg landsins.

Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu af sér þingmennsku í gær og ríkir nú stjórnarkreppa í landinu. Fimm létu lífið þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu í síðustu viku en engar fregnir af mannfalli hafa borist vegna mótmæla síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×