Erlent

Vill endurskoða áfengislöggjöfina í Noregi

Erna Solberg forsætisráðherra Noregs.
Erna Solberg forsætisráðherra Noregs.
Ríkisstjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs skoðar nú leiðir til að rýmka áfengislöggjöfina þar í landi.

Skiptar skoðanir eru málið bæði innan ríkisstjórnarinnar og á norska Stórþinginu. Hægriflokkurinn, flokkur Ernu Solberg, vill lengja opnunartíma Vínbúða og einnig gefa kaupmönnum meira sjálfræði varðandi sölu á bjór. Matvöruverslanir í Noregi hafa leyfi til að selja áfengan bjór en leyfið er háð ströngum skilyrðum og þannig er bannað að selja bjór eftir klukkan átta á virkum dögum og eftir klukkan sex á laugardögum.

Talið er að meirihluti sé fyrir því á norska Stórþinginu að endurskoða áfengislöggjöfina en þó er ekki víst að tillögur þessa efnis séu í samræmi við stjórnarsáttmálann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×