Ekkert varð úr ósk Arkitektur- og designhögskolen í Osló á síðasta ári um að fá reit undir Nelson Mandela-torg í Reykjavík.
Eins og Fréttablaðið greindi frá lagði skipulagsstjóri Reykjavíkur til við skipulagsráð að jákvætt yrði tekið í tillöguna. Helst komu til greina Vitatorg, Óðinstorg og Káratorg. Torgið hefði orðið fyrsta Mandela-torgið á Norðurlöndunum.
Steinþór Helgi Arnsteinsson, sem hafði milligöngu um málið og var áður framkvæmdastjóri Nelson Mandela-daga á Íslandi, segir borgaryfirvöld hafa viljað að fjármögnun væri tryggð áður en málið færi lengra.
„Það eina sem var beðið um var að fá torg til að vinna einhverjahugmyndavinnu að því. Við vorum að berjast fyrir þessu en þeir í borgarkerfinu voru harðir á því að það yrði að liggja fyrir fjármögnun. Í framhaldinu lognaðist málið út af.“ Hann segir ólíklegt að farið verði aftur af stað með málið, nú þegar Mandela er allur.
Mandela-torg í Reykjavík ólíklegt
