Erlent

Skelfilegt þyrluslys í Glasgow

Frá slysstað í gærkvöld
Frá slysstað í gærkvöld mynd/afp
Að minnsta kosti sex eru látnir eftir að lögregluþyrla hrapaði á fjölmennan skemmtistað í miðborg Glawgow í Skotlandi í gærkvöld. Talið er að tala látinna muni hækka. Þrjátíu og tveir hafa verið fluttir á spítala en um 120 manns voru inni á skemmtistaðnum þegar slysið varð. 

Ekki er vitað hvað olli slysinu og er rannsókn lögreglu hafin.

Grace MacLean var inni á skemmtistaðnum þegar slysið varð.

„Það var einhver sem byrjaði að öskra og hljómsveitin hætti að spila í kjölfarið,“ sagði hann við Sky News. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×