Þó svo Barcelona hafi verið án Lionel Messi og Victor Valdes í dag átti liðið frábæran leik gegn Granada. Yfirburðir Barca miklir og liðið vann 4-0 sigur.
Andres Iniesta og Cesc Fabregas skoruðu báðir úr vítaspyrnum. Alexis Sanches og Pedro bættu síðan við mörkum.
Barca með 40 stig á toppi deildarinnar en sex stigum meira en Atletico Madrid.
