Erlent

Komust að samkomulagi um kjarnorkuáætlun Írans

Samkomulag náðist um kjarnorkumál milli utanríkisráðherra Írans og stórveldanna sex í nótt og gildir í sex mánuði
Samkomulag náðist um kjarnorkumál milli utanríkisráðherra Írans og stórveldanna sex í nótt og gildir í sex mánuði AFP/NordicPhotos
Íranar hafa samþykkt að takmarka auðgun úrans og veita eftirlitsmönnum betra aðgengi, gegn því að ákveðnum viðskiptaþvingunum gegn landinu verði þegar í stað hætt.

Samkomulag náðist um þetta milli utanríkisráðherra Írans og stórveldanna sex í nótt og gildir það í hálft ár.

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, fagnar samkomulaginu og segir það takmarka verulega möguleika Írans til að koma sér upp kjarnavopnum.

Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, segir það hins vegar fela í sér viðurkenningu á rétti Írana til að auðga úran.

Yfirvöld þar í landi hafa neitað því að þar sé reynt að þróa kjarnavopn en halda því fram að Íranar verði að fá að auðga úran til að nota í kjarnakljúfa og rafstöðvar sínar.

Að samkomulaginu standa, auk Írans, Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakkland, Bretland og Þýskaland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×