Erlent

Mubarak ákærður fyrir að draga sér fé úr opinberum sjóðum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hosni Mubarak
Hosni Mubarak nordicphotos/getty
Egypsk yfirvöld hafa gefið út ákæru á hendur Hosni Mubarak, fyrrum einræðisherra, fyrir að draga sér fé úr opinberum sjóðum.

Yfirvöld í landinu hafa einnig ákært tvo syni hans en þeir munu hafa fjárfest í fasteignum fyrir fjármunina.

Alls nemur upphæðin rúmlega tvo milljarða íslenskra króna en fjórir opinberir starfsmenn hafa einnig verið ákærðir vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×