Íslenskur þjálfari slapp naumlega frá drápshvelinu Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 26. nóvember 2013 06:45 Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari Tilikums. Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Sigfús Halldórsson var fyrsti þjálfari háhyrningsins Tilikums, sem þekktur er fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur, og gæti nú verið væntanlegur til Íslands. Háhyrningurinn réðst á Sigfús þegar verið var að færa hann milli lauga í Sædýrasafninu, beit góðan bút úr baki blautbúningsins og dró hann niður. Vísir og fleiri miðlar hafa greint frá því að fyrir liggur ósk um það hjá sjávarútvegsráðuneytinu að gefið verði grænt ljós á að háhyrningurinn Tilikum verði fluttur til Íslands og honum sleppt lausum við Íslandsstrendur en hann var veiddur hér við land árið 1983. Þaðan var hann fluttur í stóra laug í Sædýrasafninu. Þá hafði hann þegar verið seldur til Kanada en var í aðlögun í Hafnarfirði og það kom í hlut Sigfúsar Halldórssonar tölvunarfræðings, sem nú er búsettur á Englandi, að þjálfa hvalinn. Tilikum er þekktur fyrir að hafa drepið þrjár manneskjur og um hann fjallar heimildamyndin Blackfish. „Jú, þetta er víst hann. Þegar ég las fréttina um þann síðasta sem hann drap, þá fletti ég þessu upp og það stemmir. Þetta er vinur minn frá í Sædýrasafninu,“ segir Sigfús. Þá voru þrír háhyrningar í Sædýrasafninu og var Tilikum þeirra minnstur. Hann var tekin í sérstaka þjálfun og annaðist Sigfús hana ásamt því að fóðra háhyrningana á síld. Tvær stórar laugar voru í Sædýrasafninu og fyrst var reynt að lokka Tilikum yfir. Það tókst ekki þannig að það þurfti að setja um hann ól og hífa hann á milli með sérstökum hlaupaketti sem komið hafði verið fyrir í lofti laugarhússins.Sigfús og háhyrningurinn voru á forsíðu Morgunblaðsins 26. febrúar 1984.„Ég stökk útí, í flónsku minni, til að ná í grindina sem smeygt hafði verið þarna á milli. Hann virðist hafa reiðst því að vera færður frá hinum því hann kom aftan að mér, greip um mittið á mér og dró mig niður. Hann reif góðan hluta úr baki blautbúningsins sem ég var í. Ég náði einhvern veginn að stökkva uppúr. Þetta var fyrir þjálfun.“ Sigfús segir að fyrir utan þetta atvik hafi Tilikum verið ljúfur. „Þetta var vinur minn. Ég fór oft með höndina uppí kjaftinn á honum og klóraði honum um tunguna. Það þótti honum gott. Hann var blíður nema þegar hann reiddist þarna.“ Þjálfunin gekk út á að láta hann hoppa við skipun upp í litla plastbauju og svo skyrpti hann á gesti og það þótti mikið sport. Sigfús segir að þetta hafi verið einstakt, að hafa komið að þessari þjálfun þó hann hafi ekki gert sér grein fyrir því þá . Þetta var nokkurra mánaða tímabil og svo var háhyrningurinn fluttur út til Kanada.En, finnst Sigfúsi hann ekki bera neina ábyrgð, sem fyrsti þjálfari Tilikums? „Jú, óneitanlega. Svolítið. Að hafa komið honum á bragðið á sínum tíma.“ Sigfúsi bauðst að fylgja Tilikum til Kanada og leggja þar stund á þjálfun háhyrninga og sæljóna. En ekkert varð af því – kannski sem betur fer, þó Sigfús telji ólíklegt að vinur hans Tilikum hefði ráðist á sig aftur.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent