Drápsháhyrningurinn Tilikum mögulega á heimleið Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. nóvember 2013 19:54 Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, hefur verið sýningagripur um áratuga skeið. Hann var veiddur við Íslandsstrendur snemma á níunda áratugnum og var fyrst um sinn í hvalalauginni í Hafnarfirði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fengið fyrirspurn frá bandarísku fyrirtæki að Tilikum verði færður aftur heim í íslenska lögsögu. Fjallað er ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðum í ár. Árið 2010 varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld í sædýragarðinum. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði. Fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson þekkir háhyrninginn Tilikum vel. Hann starfaði í Hvalalauginni í Hafnarfirði fyrir 30 árum þegar Tilikum var hér á landi. „Hér var ég með Tilikum, drápshvalnum mikla, að leiða hann hér um, hring eftir hring,“ segir Jakob. Honum líst ágætlega á að fá háhyrninginn aftur heim til Íslands.Jakob Bjarnar Grétarsson.„Nú er verið að skoða það hvort ekki sé rétt að senda hann heim. Ég fagna því auðvitað, að vera kannski að fara að hitta á ný þennan vin. Kannski var ég einmitt að leiða Tilikum hér í lauginni á sínum tíma. Ég myndi auðvitað taka á móti honum en segja ,skamm skamm, svona gerir maður ekki Tilikum',“ segir Jakob Bjarnar og bætir við: „Ég var að ræða við Gísla Víkingsson hvalasérfræðing um þetta mál í morgun. Honum líst ekki vel á þetta og það væri ekki til fagnaðar að reyna að láta svona sirkusdýr aðlagast aftur náttúrunni. Ég heyrði hugmynd í dag um að það væri kannski hægt að setja Tilikum í Kolgrafarfjörð. Það væru tvær flugur í einu höggi.“ Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Háhyrningurinn Tilikum, sem orðið hefur þremur einstaklingum að bana, hefur verið sýningagripur um áratuga skeið. Hann var veiddur við Íslandsstrendur snemma á níunda áratugnum og var fyrst um sinn í hvalalauginni í Hafnarfirði. Sjávarútvegsráðuneytið hefur fengið fyrirspurn frá bandarísku fyrirtæki að Tilikum verði færður aftur heim í íslenska lögsögu. Fjallað er ítarlega um Tilikum í heimildarmyndinni Blackfish sem sýnd hefur verið á kvikmyndahátíðum í ár. Árið 2010 varð Tilikum þjálfara sínum Dawn Brancheu að bana í SeaWorld í sædýragarðinum. Tugir gesta urðu vitni af atvikinu þegar Tilikum dró Brancheu með sér á kaf þar til að hún drukknaði. Fréttamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson þekkir háhyrninginn Tilikum vel. Hann starfaði í Hvalalauginni í Hafnarfirði fyrir 30 árum þegar Tilikum var hér á landi. „Hér var ég með Tilikum, drápshvalnum mikla, að leiða hann hér um, hring eftir hring,“ segir Jakob. Honum líst ágætlega á að fá háhyrninginn aftur heim til Íslands.Jakob Bjarnar Grétarsson.„Nú er verið að skoða það hvort ekki sé rétt að senda hann heim. Ég fagna því auðvitað, að vera kannski að fara að hitta á ný þennan vin. Kannski var ég einmitt að leiða Tilikum hér í lauginni á sínum tíma. Ég myndi auðvitað taka á móti honum en segja ,skamm skamm, svona gerir maður ekki Tilikum',“ segir Jakob Bjarnar og bætir við: „Ég var að ræða við Gísla Víkingsson hvalasérfræðing um þetta mál í morgun. Honum líst ekki vel á þetta og það væri ekki til fagnaðar að reyna að láta svona sirkusdýr aðlagast aftur náttúrunni. Ég heyrði hugmynd í dag um að það væri kannski hægt að setja Tilikum í Kolgrafarfjörð. Það væru tvær flugur í einu höggi.“
Tengdar fréttir Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Vilja senda drápshvalinn heim Háhyrningurinn Tilikum, sem þegar hefur drepið þrjár manneskjur, er hugsanlega á leið heim til Íslands. 25. nóvember 2013 15:09