Erlent

Smita sig viljandi af HIV veirunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Á Grikklandi hefur það færst í vöxt að fólk smiti sig viljandi af HIV veirunni, til þess að komast á bætur. Þetta kemur fram í skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni sem rannsakaði áhrif fjármálakreppunnar á löndin í Evrópu.

Samkvæmt skýrslunni hafa tilvik HIV-smitaðra aukist töluvert á tímabilinu og er fullyrt að um helmingur tilvikanna sé til kominn vegna fólks sem smiti sig viljandi og geti þannig fengið um 700 evrur í sjúkrabætur á mánuði, eða um 115 þúsund íslenskar krónur.

Þá er einnig auðveldara fyrir smitaða að komast í áfengis og vímuefnameðferð. Samkvæmt skýrslunni hefur vændi einnig aukist auk þess sem Grikkir sækja minna í almenna heilbrigðisþjónustu en fyrir hrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×