Erlent

Enn mótmælt í Tælandi

MYND/EPA
Fjölmenn mótmæli hófust í morgun í Tælandi, þriðja daginn í röð. Þúsundir mótmælenda haf umkringt helstu stjórnarbyggingar höfuðborgarinnar Bangkok.

Krafa fólksins er að ríkisstjórn Yingluck Shinawatra fari frá þegar í stað en fullyrt er að landinu sé í raun stjórnað af bróður Yingluck, Thaksin Shinawatra, sem er í útlegð og sakaður um spillingu í embætti.

Upphaf mótmælanna er umdeild lagasetning sem myndi í raun veita Thaksin Shinawatra sakaruppgjöf þannig að hann gæti snúið aftur til síns heima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×