Erlent

Ísjaki á stærð við Singapore við Suðurskautið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Risastór ísjaki af stærð við Singapore hefur losnað frá Suðurskautinu.

Ísjakinn hefur fengið nafnið B-31, en hann er tæplega 700 ferkílómetrar af stærð en hann ku vera staðsettur núna í Pine Island Bay við Suðurskautið.

Breskt teymi frá BBC fylgist með hverri hreyfingu hjá þessum ógurlega ísjaka en hér má sjá myndband af þessu ferlíki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×