Erlent

Páfi vill draga úr völdum Vatíkansins

Samúel Karl Ólason skrifar
Frans páfi segist opinn fyrir breytingum í Vatíkaninu.
Frans páfi segist opinn fyrir breytingum í Vatíkaninu. Mynd/EPA
Frans páfi fjallar í nýju ritverki sem hann gaf út, sínu fyrsta sem páfi, um að vald innan kaþólsku kirkjunnar yrði fært í meira mæli frá Vatíkaninu. Eftir að hann settist í páfastól hefur Frans litið öðruvísi á þó nokkur málefni en forveri sinn.

Í ritverkinu ræðir Frans páfi einnig að aukin misskipting auðs í heiminum muni valda ofbeldi í framtíðinni.

Hann sagðist frekar vilja kirkju sem væri marin, þjáð og skítug því hún hafi verið á götunum, en kirkju sem væri óheilbrigð vegna einangrunar og þess að halda fast í sitt eigið öryggi. Verkið bendir til þess að von sé á miklum breytingum innan veggja Vatíkansins.

Fréttaritari BBC segir að í verkinu sé gefið til kynna að kirkjan ætli að reyna að komast yfir „við höfum alltaf gert það svona“ hugarástand.

Páfinn snertir þó ekki á málefnum eins og hvað varðar kvenkyns presta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×