Erlent

Merkel myndar ríkisstjórn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Eftir langar samningaviðræður er ný ríkisstjórn í burðarliðnum í Þýskalandi.
Eftir langar samningaviðræður er ný ríkisstjórn í burðarliðnum í Þýskalandi. Mynd/AP
Angela Merkel Þýskalandskanslari og félagar hennar í flokki Kristilegra demókrata hafa náð samkomulagi við Jafnaðarmenn um ríkisstjórnarsamstarf. Samkomulag náðist í nótt eftir sautján klukkustunda langan fund og er talið líklegt að Merkel sverji embættiseið sinn fyrir þriðja kjörtímabil sitt, í næsta mánuði.

Merkel var nálægt því að ná hreinum meirihluta í kosningunum í september síðastliðnum en það tókst þó ekki og frjálslyndi flokkurinn, sem hafði verið með henni í ríkisstjórnarsamstarfi, þurrkaðist út af þingi. Því þurfti að leita til Jafnaðarmanna um samstarf og eftir langar samingaviðræður er samkomulagi náð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×