Adolf Ingi meðal þeirra sem sagt er upp Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2013 10:09 Víst er að margir eiga eftir að sakna Adolfs Inga af skjánum. Ríkisútvarpið hefur boðað til mikilla uppsagna og eru starfsmenn boðaðir einn og einn í senn uppá 5. hæð til að taka á móti uppsagnarbréfi sínu. Alls á að segja upp 60 starfsmönnum og á það við um allar deildir þó talað sé um að Rás 1 verði illa fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Samkvæmt heimildum Vísis er þrúgandi andrúmsloft meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins við Efstaleiti en boðaður hefur verið mikill niðurskurður sem meðal annars mun þýða að um 60 starfsmönnum verður sagt upp. Uppsagnirnar fara þannig fram að starfsmenn eru kallaðir upp á 5. hæð, þar sem Páll Magnússon útvarpsstjóri og yfirstjórnin situr, og afhent uppsagnarbréf. Meðal þeirra sem sagt er upp núna eru Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður en hann hefur starfað hjá stofnuninni í 22 ár. Ekki þarf að efa að margir munu sakna Adolfs Inga af skjánum en mikla athygli vakti nýverið þegar hann tók viðtal við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck á móðurmáli þjálfarans, sænsku. Fréttatímum verður fækkað og þeir styttir og herma heimildir Vísis að það hafi það í för með sér meðal annars að Kristófer Svavarsson, sem flutt hefur landsmönnum fréttir að næturlagi í útvarpinu, sé meðal þeirra sem sagt er upp. Uppsagnirnar eru sagðar meiri nú en farið var í árið 2009 og þóttu þær aðgerðir sársaukafullar. Arndís Björk Ásgeirsdóttir en hún hefur annast útsendingar Sinfóníuhljómsveitarinnar er meðal þeirra sem hefur verið sagt upp. Þá eru þeir Dagur Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1 og Ásgeir Eyþórsson, sem starfar á Rás 2 við þáttagerð, meðal þeirra sem eru komnir með uppsagnarbréf. Vísir reyndi að ná tali af Páli Magnússyni í gær, vegna ástandsins, en þá var blaðamanni tjáð, af ritara hans, að Páll myndi ekki tjá sig við aðra fjölmiðla fyrr en á föstudag. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Ríkisútvarpið hefur boðað til mikilla uppsagna og eru starfsmenn boðaðir einn og einn í senn uppá 5. hæð til að taka á móti uppsagnarbréfi sínu. Alls á að segja upp 60 starfsmönnum og á það við um allar deildir þó talað sé um að Rás 1 verði illa fyrir barðinu á niðurskurðarhnífnum. Samkvæmt heimildum Vísis er þrúgandi andrúmsloft meðal starfsmanna Ríkisútvarpsins við Efstaleiti en boðaður hefur verið mikill niðurskurður sem meðal annars mun þýða að um 60 starfsmönnum verður sagt upp. Uppsagnirnar fara þannig fram að starfsmenn eru kallaðir upp á 5. hæð, þar sem Páll Magnússon útvarpsstjóri og yfirstjórnin situr, og afhent uppsagnarbréf. Meðal þeirra sem sagt er upp núna eru Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður en hann hefur starfað hjá stofnuninni í 22 ár. Ekki þarf að efa að margir munu sakna Adolfs Inga af skjánum en mikla athygli vakti nýverið þegar hann tók viðtal við landsliðsþjálfarann Lars Lagerbäck á móðurmáli þjálfarans, sænsku. Fréttatímum verður fækkað og þeir styttir og herma heimildir Vísis að það hafi það í för með sér meðal annars að Kristófer Svavarsson, sem flutt hefur landsmönnum fréttir að næturlagi í útvarpinu, sé meðal þeirra sem sagt er upp. Uppsagnirnar eru sagðar meiri nú en farið var í árið 2009 og þóttu þær aðgerðir sársaukafullar. Arndís Björk Ásgeirsdóttir en hún hefur annast útsendingar Sinfóníuhljómsveitarinnar er meðal þeirra sem hefur verið sagt upp. Þá eru þeir Dagur Gunnarsson, dagskrárgerðarmaður á Rás 1 og Ásgeir Eyþórsson, sem starfar á Rás 2 við þáttagerð, meðal þeirra sem eru komnir með uppsagnarbréf. Vísir reyndi að ná tali af Páli Magnússyni í gær, vegna ástandsins, en þá var blaðamanni tjáð, af ritara hans, að Páll myndi ekki tjá sig við aðra fjölmiðla fyrr en á föstudag.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira