Erlent

Sagði af sér embætti vegna slyssins

Boði Logason skrifar
Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, sagði af sér embætti í dag og er ríkisstjórn landsins þar með fallin.
Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, sagði af sér embætti í dag og er ríkisstjórn landsins þar með fallin.
Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra Lettlands, sagði af sér embætti í dag og er ríkisstjórn landsins þar með fallin.

Ástæðan er skelfilegt slys í verslunarmiðstöð í höfuðborginni Riga á dögunum. Þar féll þak með afleiðingum að minnsta kosti 54 fórust.

Dombrovskis tilkynnti Andris Berzins forseta landsins ákvörðun sína í morgun.

„Við þurfum ríkisstjórn sem getur tekist á við þessar aðstæður," sagði forsætisráðherrann en áður hafði hann sagt að ríkisstjórn landsins myndi taka fulla ábyrgð á slysinu.

Berzins forseti hafði áður lýst því yfir að slysið í verslunarmiðstöðinni yrði rannsakað sem morð og kallaði eftir erlendum sérfræðingum til að rannsaka slysið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×