Erlent

Yingluck Shinawatra hélt velli á tælenska þinginu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Yingluck Shinawatra er systir Thaksin Shinawatra, sem flæmdist frá Tælandi, vegna ásakana um spillingu í embætti.
Yingluck Shinawatra er systir Thaksin Shinawatra, sem flæmdist frá Tælandi, vegna ásakana um spillingu í embætti.
Yingluck Shinawatra, forsætisráðherra Tælands, stóðst atlöguna sem gerð var að ríkisstjórn hennar í nótt þegar greidd voru atkvæði um vantrauststillögu á hana sem var felld með 297 atkvæðum gegn 134.

Síðustu daga hafa stjórnarandstæðingar í Tælandi staðið fyrir fjölmennustu mótmælum þar í landi í þrjú ár og Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti deiluaðila í gær til að sýna stillingu.

Andstæðingar stjórnarinnar eru afar ósáttir með ný lög sem myndu gera fyrrverandi forsætisráðherra landsins og bróður Yingluck, kleift að snúa heim úr útlegð án þess að eiga á hættu ákæru fyrir spillingu í valdatíð sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×