Erlent

Draumurinn um jólahalastjörnu er sennilega úti

Mynd/NASA
Væntanlega verður ekkert af því að Ison, halastjarna aldarinnar eins og hún hefur verið kölluð, muni heiðra okkur jarðarbúa með nærveru sinni yfir jólahátíðina eins og stjörnufræðingar höfðu vonað.

Í gær fylgdust menn með því í ofvæni þegar stjarnan fór á bakvið sólu, en tvísýnt var talið hvort hún myndi lifa það ferðalag af. Enda kom á daginn að þegar hún birtist að nýju var hún aðeins skugginn af sjálfri sér.

Hinn gríðarlegi hiti sólu virðist því hafa rifið stjörnuna í sundur svo nú er hún vart greinanleg í öflugum kíkjum. Smá von er þó til þess að kjarni stjörnunnar hafi lifað sólarferðina af en það mun skýrast á næstu dögum hvort hún muni skína skært í desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×