Erlent

Rekinn eftir slysið í Lettlandi

Mynd/EPA
Stjórnarformaður verslunarkeðjunar sem rekur stórmarkaðinn í Lettlandi þar sem þakið hrundi með þeim skelfilegu afleiðingum að 54 létu lífið, hefur verið rekinn.

Ástæðan eru ummæli sem hann lét út úr sér í kjölfar slyssins þegar hann var spurður að því hvort hann ætlaði að segja af sér vegna málsins, líkt og sjálfur forsætisráðherra landsins hefur gert. Hann svaraði því til að menn segji aðeins af sér, séu þeir sakbitnir á annað borð.

Þessi ummæli vöktu mikla reiði og í gærkvöldi kom yfirlýsing frá stjórn félagsins þess efnis að forstjórinn væri hættur störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×