Erlent

Fékk bætur eftir að barn hennar lést fyrir fæðingu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Breskri konu, Joanna Budzikowska, voru dæmdar um 20 milljónir í bætur eftir að ljósmóðir sagði henni að allt í lagi væri með barnið sem Joanna bar undir belti. Barnið þurfti Joanna að fæða andvana aðeins fjórum dögum eftir að ljósmóðirin sendi hana heim án þess að skoða hana nægilega vel. Telegraph greinir frá.

Í ágúst 2011 missti Joanna sódavatnsflösku ofan á maga sinn og eftir það fann hún engar hreyfingar hjá barninu og leitaði hún því á heilsugæslu. Fjórum dögum eftir að hún var send heim með þær upplýsingar að allt væri í lagi fékk Joanna mikla verki og leitaði því aftur á heilsugæslu.

Þá var hún skoðuð betur og í ljós kom í sónar að barnið var látið. Joanna þurfti því að fæða barnið sitt, sem var drengur, andvana.

Við flutning málsins hjá dómstólnum, The High Court in London kom fram að líklegt væri að barnið hefði lifað ef ljósmóðirin hefði áttað sig á því að barnið var í hættu. Þar kom einnig fram að móðirin hefði þjáðst af alvarlegum andlegum kvillum, kvíða, þunglyndi og sjálfsásökunum eftir að þetta gerðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×