Flautuleikari í Sinfóníunni býður þingmanni í kaffi Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. nóvember 2013 16:22 Vilhjálmur Árnason á Alþingi í gær. Melkorka Ólafsdóttir er flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir
Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48