Flautuleikari í Sinfóníunni býður þingmanni í kaffi Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. nóvember 2013 16:22 Vilhjálmur Árnason á Alþingi í gær. Melkorka Ólafsdóttir er flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
„Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir
Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48