Flautuleikari í Sinfóníunni býður þingmanni í kaffi Jón Júlíus Karlsson skrifar 13. nóvember 2013 16:22 Vilhjálmur Árnason á Alþingi í gær. Melkorka Ólafsdóttir er flautuleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
„Ég held að hann viti ekkert um hvað hann er að tala þannig að ég ákvað að bjóða honum í kaffi og fræða hann aðeins um Sinfóníuhljómsveitina,“segir Melkorka Ólafsdóttir, flautuleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Hún hefur boðið Vilhjálmi Árnasyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, í kaffi. Vilhjálmur hélt ræðu á Alþingi í gær þar sem hann tók undir málflutning Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmanneyjum, um mikilvægi forgangsröðunar í ríkisrekstri og nefndi þar Sinfóníuhljómsveit Íslands í því samhengi. Vilhjálmur bar saman í ræðu sinni dagvinnulaun kvenna í lögreglunni saman við dagvinnulaun kvenna í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Lögreglukonur eru með 305.700 krónur á mánuði samkvæmt Vilhjálmi en konur í Sinfóníuhljómsveit Íslands fá 416.960 krónur í meðallaunum á mánuði. Melkorka á að baki 8 ára háskólanám og var ráðin í hálft starf í vetur. Hún fær greitt rúmar 100 þúsund krónur fyrir starf sitt með hljómsveitinni. Hún sendi þingmanninum bréf í dag og bauð honum í kaffi til að fara yfir málin.Bréf Melkorku er eftirfarandi:Melkorka heiti ég og er flautuleikari. Ég á að baki langt nám, þar af 8 ára háskólanám. Ég spila stundum með Sinfóníuhljómsveit Íslands, er ráðin þar í hálft starf í vetur og fæ fyrir það útborgaðar 105.780 krónur á mánuði, sem rétt nægja til þess að ég geti borgað af íbúðinni minni (en ekki til þess að ég geti borgað af námslánum).En tilgangurinn með þessu bréfi var ekki að væla yfir peningaleysi, heldur langar mig að bjóða þér í kaffibolla. Þetta er ekki grín eða hæðni og þaðan af síður flört. Mig langar einfaldlega að segja þér aðeins meira af fólki eins og mér, hvað við gerum og hvað við höfum unnið til þess, og hvernig tónlistarheimurinn virkar. Mér finnst ólíklegt annað en að þú myndir þyggja slíkt boð, þar sem þú ert kjörinn fulltrúi þessarar þjóðar á þingi og hefur mikið vald sem slíkur. Það hlýtur að vera í þinn hag að fá tækifæri til þess að hitta einhvern eins og mig og kynna þér hlutina frá sem flestum sjónarhornum. Ég er yfirleitt laus eftir fimm á daginn og gæti hitt þig einhvern næstu daga ef þú vilt.Með vinsemd,Melkorka Ólafdóttir
Tengdar fréttir Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Erlent Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Erlent Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Fleiri fréttir Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Sjá meira
Bæjarstjóri Vestmannaeyja: Höfum við efni á Þjóðleikhúsi og Sinfóníuhljómsveitinni? Elliði Vignisson veltir því fyrir sér hvort að 320 þúsund manna þjóð hafi efni á því að reka Hörpu og Sinfóníuhljómsveit Íslands. 4. nóvember 2013 16:48