Íslenskum verkfræðingum sem starfa á almennum markaði í Noregi fjölgaði um 275 prósent frá árinu 2008 til 2012, samkvæmt norskri samantekt. En almennt fjölgaði útlenskum verkfræðingum um sex þúsund í landinu á þessu tímabili. Flestir þeirra koma frá Svíþjóð og Póllandi.
Árið 2008 voru 40 íslenskir verfræðingar starfandi á almennum markaði í Noregi og 24 hjá hinu opinbera. En árið 2012 hafði þeim fjölgað upp í 150 á almennum markaði og í 98 hjá hinu opinbera og því unnu 248 íslenskir verkfræðingar í Noregi í fyrra.
