Erlent

Skotárás á skrifstofur dagblaðs í París

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Lögreglan fyrir utan skrifstofur dagblaðsins Liberation í París í morgun.
Lögreglan fyrir utan skrifstofur dagblaðsins Liberation í París í morgun. Nordicphotos/AFP
Vopnaður maður réðst inn á skrifstofur dagblaðsins Liberation í París í morgun, hleypti þar af tveimur skotum og særði einn mann alvarlega.

Hinn særði er sagður vera 27 ára gamall aðstoðarmaður ljósmyndara á dagblaðinu.

Á föstudaginn réðst einnig maður inn á skrifstofur fréttasjónvarpsstöðvarinnar BFMTV í París, veifaði þar skotvopni en hleypti ekki af. Ekki er vitað hvort þessi tvö mál tengjast.

Frá þessu er skýrt á vefsíðum breska útvarpsins BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×