Popp og bók: "Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 20:00 Hópur fólks flúði áðan vetrarkuldann og lét fara vel um sig í Laugarásbíói á kvikmyndinni Borgríki frá árinu 2011. Ástæðan er útgáfa bókarinnar Blóð hraustra manna, sem er sjálfstætt framhald Borgríkis. Er ekki dálítið óvenjulegt að skrifa bók sem er framhald af bíómynd? „Jú, það er mjög óvenjulegt,“ segir Óttar M. Norðfjörð, höfundur bókarinnar. „Ég held að það hafi ekki verið gert áður, að minnsta kosti ekki á Íslandi og jafnvel ekki úti í heimi heldur. Ég man alla vega ekki til þess.“ Söguþráður í grófustu dráttum var tilbúinn, en Óttar fékk listrænt frelsi til að gefa sögunni líf. Kvikmyndin Borgríki II, eftir sömu sögu og bókin byggir á, er þegar tilbúin. „Hún rétt slapp undan niðurskurðarhnífnum, sem betur fer, en það er náttúrlega ekki hægt að segja það sama um fullt af öðrum bíóverkefnum sem verða skorin niður og munu gleymast vegna þess að án peninga er ekkert hægt að gera bíómyndir.“ Óttar býr í Sevilla á Suður-Spáni og kom með vél Wow air frá London í gær. Ætlunin var að lenda í Keflavík en tvær lendingartilraunir misheppnuðust í afar slæmu veðri og var loks lent á Akureyri. „Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt,“ segir Óttar og glottir. Hvernig var stemmningin um borð? „Hún var ekki góð. Sumir voru hræddir og fólk sýndi það á mjög ólíkan hátt. Sumir hlógu, aðrir grétu, einhverjir öskruðu og enn aðrir þögðu bara. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fólk er ekki vant að lenda í,“ segir Óttar að lokum. Rithöfundar nýta gjarnan efni úr eigin reynslubanka og hver veit nema flugferðin eftirminnilega dúkki upp síðar með einhverjum hætti. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Hópur fólks flúði áðan vetrarkuldann og lét fara vel um sig í Laugarásbíói á kvikmyndinni Borgríki frá árinu 2011. Ástæðan er útgáfa bókarinnar Blóð hraustra manna, sem er sjálfstætt framhald Borgríkis. Er ekki dálítið óvenjulegt að skrifa bók sem er framhald af bíómynd? „Jú, það er mjög óvenjulegt,“ segir Óttar M. Norðfjörð, höfundur bókarinnar. „Ég held að það hafi ekki verið gert áður, að minnsta kosti ekki á Íslandi og jafnvel ekki úti í heimi heldur. Ég man alla vega ekki til þess.“ Söguþráður í grófustu dráttum var tilbúinn, en Óttar fékk listrænt frelsi til að gefa sögunni líf. Kvikmyndin Borgríki II, eftir sömu sögu og bókin byggir á, er þegar tilbúin. „Hún rétt slapp undan niðurskurðarhnífnum, sem betur fer, en það er náttúrlega ekki hægt að segja það sama um fullt af öðrum bíóverkefnum sem verða skorin niður og munu gleymast vegna þess að án peninga er ekkert hægt að gera bíómyndir.“ Óttar býr í Sevilla á Suður-Spáni og kom með vél Wow air frá London í gær. Ætlunin var að lenda í Keflavík en tvær lendingartilraunir misheppnuðust í afar slæmu veðri og var loks lent á Akureyri. „Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt,“ segir Óttar og glottir. Hvernig var stemmningin um borð? „Hún var ekki góð. Sumir voru hræddir og fólk sýndi það á mjög ólíkan hátt. Sumir hlógu, aðrir grétu, einhverjir öskruðu og enn aðrir þögðu bara. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fólk er ekki vant að lenda í,“ segir Óttar að lokum. Rithöfundar nýta gjarnan efni úr eigin reynslubanka og hver veit nema flugferðin eftirminnilega dúkki upp síðar með einhverjum hætti.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira