Popp og bók: "Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 20:00 Hópur fólks flúði áðan vetrarkuldann og lét fara vel um sig í Laugarásbíói á kvikmyndinni Borgríki frá árinu 2011. Ástæðan er útgáfa bókarinnar Blóð hraustra manna, sem er sjálfstætt framhald Borgríkis. Er ekki dálítið óvenjulegt að skrifa bók sem er framhald af bíómynd? „Jú, það er mjög óvenjulegt,“ segir Óttar M. Norðfjörð, höfundur bókarinnar. „Ég held að það hafi ekki verið gert áður, að minnsta kosti ekki á Íslandi og jafnvel ekki úti í heimi heldur. Ég man alla vega ekki til þess.“ Söguþráður í grófustu dráttum var tilbúinn, en Óttar fékk listrænt frelsi til að gefa sögunni líf. Kvikmyndin Borgríki II, eftir sömu sögu og bókin byggir á, er þegar tilbúin. „Hún rétt slapp undan niðurskurðarhnífnum, sem betur fer, en það er náttúrlega ekki hægt að segja það sama um fullt af öðrum bíóverkefnum sem verða skorin niður og munu gleymast vegna þess að án peninga er ekkert hægt að gera bíómyndir.“ Óttar býr í Sevilla á Suður-Spáni og kom með vél Wow air frá London í gær. Ætlunin var að lenda í Keflavík en tvær lendingartilraunir misheppnuðust í afar slæmu veðri og var loks lent á Akureyri. „Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt,“ segir Óttar og glottir. Hvernig var stemmningin um borð? „Hún var ekki góð. Sumir voru hræddir og fólk sýndi það á mjög ólíkan hátt. Sumir hlógu, aðrir grétu, einhverjir öskruðu og enn aðrir þögðu bara. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fólk er ekki vant að lenda í,“ segir Óttar að lokum. Rithöfundar nýta gjarnan efni úr eigin reynslubanka og hver veit nema flugferðin eftirminnilega dúkki upp síðar með einhverjum hætti. Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Hópur fólks flúði áðan vetrarkuldann og lét fara vel um sig í Laugarásbíói á kvikmyndinni Borgríki frá árinu 2011. Ástæðan er útgáfa bókarinnar Blóð hraustra manna, sem er sjálfstætt framhald Borgríkis. Er ekki dálítið óvenjulegt að skrifa bók sem er framhald af bíómynd? „Jú, það er mjög óvenjulegt,“ segir Óttar M. Norðfjörð, höfundur bókarinnar. „Ég held að það hafi ekki verið gert áður, að minnsta kosti ekki á Íslandi og jafnvel ekki úti í heimi heldur. Ég man alla vega ekki til þess.“ Söguþráður í grófustu dráttum var tilbúinn, en Óttar fékk listrænt frelsi til að gefa sögunni líf. Kvikmyndin Borgríki II, eftir sömu sögu og bókin byggir á, er þegar tilbúin. „Hún rétt slapp undan niðurskurðarhnífnum, sem betur fer, en það er náttúrlega ekki hægt að segja það sama um fullt af öðrum bíóverkefnum sem verða skorin niður og munu gleymast vegna þess að án peninga er ekkert hægt að gera bíómyndir.“ Óttar býr í Sevilla á Suður-Spáni og kom með vél Wow air frá London í gær. Ætlunin var að lenda í Keflavík en tvær lendingartilraunir misheppnuðust í afar slæmu veðri og var loks lent á Akureyri. „Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt,“ segir Óttar og glottir. Hvernig var stemmningin um borð? „Hún var ekki góð. Sumir voru hræddir og fólk sýndi það á mjög ólíkan hátt. Sumir hlógu, aðrir grétu, einhverjir öskruðu og enn aðrir þögðu bara. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fólk er ekki vant að lenda í,“ segir Óttar að lokum. Rithöfundar nýta gjarnan efni úr eigin reynslubanka og hver veit nema flugferðin eftirminnilega dúkki upp síðar með einhverjum hætti.
Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira