Popp og bók: "Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt" Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2013 20:00 Hópur fólks flúði áðan vetrarkuldann og lét fara vel um sig í Laugarásbíói á kvikmyndinni Borgríki frá árinu 2011. Ástæðan er útgáfa bókarinnar Blóð hraustra manna, sem er sjálfstætt framhald Borgríkis. Er ekki dálítið óvenjulegt að skrifa bók sem er framhald af bíómynd? „Jú, það er mjög óvenjulegt,“ segir Óttar M. Norðfjörð, höfundur bókarinnar. „Ég held að það hafi ekki verið gert áður, að minnsta kosti ekki á Íslandi og jafnvel ekki úti í heimi heldur. Ég man alla vega ekki til þess.“ Söguþráður í grófustu dráttum var tilbúinn, en Óttar fékk listrænt frelsi til að gefa sögunni líf. Kvikmyndin Borgríki II, eftir sömu sögu og bókin byggir á, er þegar tilbúin. „Hún rétt slapp undan niðurskurðarhnífnum, sem betur fer, en það er náttúrlega ekki hægt að segja það sama um fullt af öðrum bíóverkefnum sem verða skorin niður og munu gleymast vegna þess að án peninga er ekkert hægt að gera bíómyndir.“ Óttar býr í Sevilla á Suður-Spáni og kom með vél Wow air frá London í gær. Ætlunin var að lenda í Keflavík en tvær lendingartilraunir misheppnuðust í afar slæmu veðri og var loks lent á Akureyri. „Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt,“ segir Óttar og glottir. Hvernig var stemmningin um borð? „Hún var ekki góð. Sumir voru hræddir og fólk sýndi það á mjög ólíkan hátt. Sumir hlógu, aðrir grétu, einhverjir öskruðu og enn aðrir þögðu bara. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fólk er ekki vant að lenda í,“ segir Óttar að lokum. Rithöfundar nýta gjarnan efni úr eigin reynslubanka og hver veit nema flugferðin eftirminnilega dúkki upp síðar með einhverjum hætti. Mest lesið Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Innlent Ökumaðurinn liðlega tvítugur Innlent Öllum sundlaugum í Reykjavík lokað Innlent Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið Innlent Sagðist nýlega hafa rætt við löngu látna konu sína Innlent Hlaut lífshættulega áverka vegna stunguárásar Innlent Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Innlent Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Innlent Réðst á fyrrverandi kærustur og aðstoðarslökkviliðsstjóra Innlent Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Fleiri fréttir Þurfa ekki að greiða vegna viðskiptavina sem borguðu ekki fyrir bílastæði Kvíðin í aðdraganda hamfara og spenna í þingheimi Hagstofan biðst velvirðingar og tekur talnaefnið úr birtingu The Guardian fjallar um túrismann sem gleypi íslenska tónleikastaði Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Öllum sundlaugum í Reykjavík lokað Hlaut lífshættulega áverka vegna stunguárásar Árekstur á Eyrarbakkavegi Ríkisstarfsmenn ofmetnir um fimm þúsund Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið Bilun gæti valdið heitavatnsleysi víðar Hæstánægð með Höllu „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn“ Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Stjórnarsamstarfi efnislega lokið? Vongóð um að Ísland fái sæti í mannréttindaráðinu Ökumaðurinn liðlega tvítugur Réðst á fyrrverandi kærustur og aðstoðarslökkviliðsstjóra Telja óstaðbundin störf of kostnaðarsöm Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins Nú má keyra á nagladekkjum í borginni Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Heitavatnslaust víða í Vesturbænum Sagðist nýlega hafa rætt við löngu látna konu sína Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Mikill viðbúnaður vegna hnífaárásar í nótt Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Sjá meira
Hópur fólks flúði áðan vetrarkuldann og lét fara vel um sig í Laugarásbíói á kvikmyndinni Borgríki frá árinu 2011. Ástæðan er útgáfa bókarinnar Blóð hraustra manna, sem er sjálfstætt framhald Borgríkis. Er ekki dálítið óvenjulegt að skrifa bók sem er framhald af bíómynd? „Jú, það er mjög óvenjulegt,“ segir Óttar M. Norðfjörð, höfundur bókarinnar. „Ég held að það hafi ekki verið gert áður, að minnsta kosti ekki á Íslandi og jafnvel ekki úti í heimi heldur. Ég man alla vega ekki til þess.“ Söguþráður í grófustu dráttum var tilbúinn, en Óttar fékk listrænt frelsi til að gefa sögunni líf. Kvikmyndin Borgríki II, eftir sömu sögu og bókin byggir á, er þegar tilbúin. „Hún rétt slapp undan niðurskurðarhnífnum, sem betur fer, en það er náttúrlega ekki hægt að segja það sama um fullt af öðrum bíóverkefnum sem verða skorin niður og munu gleymast vegna þess að án peninga er ekkert hægt að gera bíómyndir.“ Óttar býr í Sevilla á Suður-Spáni og kom með vél Wow air frá London í gær. Ætlunin var að lenda í Keflavík en tvær lendingartilraunir misheppnuðust í afar slæmu veðri og var loks lent á Akureyri. „Þetta leggur maður á sig til að koma heim í útgáfupartýið sitt,“ segir Óttar og glottir. Hvernig var stemmningin um borð? „Hún var ekki góð. Sumir voru hræddir og fólk sýndi það á mjög ólíkan hátt. Sumir hlógu, aðrir grétu, einhverjir öskruðu og enn aðrir þögðu bara. Þetta er náttúrulega eitthvað sem fólk er ekki vant að lenda í,“ segir Óttar að lokum. Rithöfundar nýta gjarnan efni úr eigin reynslubanka og hver veit nema flugferðin eftirminnilega dúkki upp síðar með einhverjum hætti.
Mest lesið Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Innlent Ökumaðurinn liðlega tvítugur Innlent Öllum sundlaugum í Reykjavík lokað Innlent Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið Innlent Sagðist nýlega hafa rætt við löngu látna konu sína Innlent Hlaut lífshættulega áverka vegna stunguárásar Innlent Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Innlent Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Innlent Réðst á fyrrverandi kærustur og aðstoðarslökkviliðsstjóra Innlent Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Innlent Fleiri fréttir Þurfa ekki að greiða vegna viðskiptavina sem borguðu ekki fyrir bílastæði Kvíðin í aðdraganda hamfara og spenna í þingheimi Hagstofan biðst velvirðingar og tekur talnaefnið úr birtingu The Guardian fjallar um túrismann sem gleypi íslenska tónleikastaði Erlendur ferðamaður fannst látinn við Stuðlagil Öllum sundlaugum í Reykjavík lokað Hlaut lífshættulega áverka vegna stunguárásar Árekstur á Eyrarbakkavegi Ríkisstarfsmenn ofmetnir um fimm þúsund Báðu um paramynd og augnabliki síðar var veskið horfið Bilun gæti valdið heitavatnsleysi víðar Hæstánægð með Höllu „Við sjáum afleiðingar þess að vinna ekki fyrir ofan fossinn“ Telur að Óli Björn líti svo á að VG hafi kastað stríðshanskanum Stjórnarsamstarfi efnislega lokið? Vongóð um að Ísland fái sæti í mannréttindaráðinu Ökumaðurinn liðlega tvítugur Réðst á fyrrverandi kærustur og aðstoðarslökkviliðsstjóra Telja óstaðbundin störf of kostnaðarsöm Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins Nú má keyra á nagladekkjum í borginni Sigríður Hrönn Elíasdóttir er látin Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu Heitavatnslaust víða í Vesturbænum Sagðist nýlega hafa rætt við löngu látna konu sína Lyfin hjálpi fólki í vandræðum en leysi ekki vandann Mikill viðbúnaður vegna hnífaárásar í nótt Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Margir í vandræðum í Kömbunum Sjá meira