Veðurhamfarir brátt daglegt brauð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. nóvember 2013 19:59 Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari. Loftslagsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari.
Loftslagsmál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Fleiri fréttir „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Sjá meira