Sjálfbær gróðurhúsaparadís á Íslandi Hrund Þórsdóttir skrifar 4. nóvember 2013 18:30 Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni. Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira
Pálmi Einarssonm, iðnhönnuður, segir Íslendinga einblína á orkufrekan iðnað og vill byggja sjálfbær risagróðurhús sem yrðu í eigu þjóðarinnar. Hann sér húsin fyrir sér víða um land og leggur til að 3,4 milljarðar sem leggja á í kísilverksmiðju á Bakka, fari frekar í þetta verkefni og að fyrsta gróðurhúsið yrði þar. Pálmi vill að gróðurhúsin verði sjálfseignarstofnanir svo arður renni ekki í vasa örfárra aðila, heldur sé notaður til að fjárfesta í auknum umsvifum. „Segjum t.d. að við byrjum að rækta ávexti og grænmeti fyrir landsmenn og þegar það byrjar að skila arði þá ákveðum við að ráða tíu verkfræðinga og tæknimenn til að fara að þróa vélar og tæki til að fara að vinna úr hampi og svo framvegis og svo framvegis. Það er alltaf hægt að stækka við, arðurinn er alltaf tekinn og það eru sköpuð fleiri og fleiri skemmtileg og góð störf,“ segir Pálmi. Pálmi segir hægt að gera gróðurhúsin sjálfbær með því að rækta iðnaðarhamp og vinna úr honum Ethanol sem eldsneyti fyrir verksmiðjurnar. Sem dæmi nefnir hann að Henry Ford hafi framleitt bíl fyrir um hundrað árum sem gengið hafi á hampolíu. Hann segir að allir landsmenn myndu hagnast á verkefninu og fjölbreytt störf skapast. Eru komnir einhverjir fjárfestar í spilið? "Nei, í rauninni ekki og það er annað vandamál, ég vil eiginlega ekki fá fjárfesta því ef við fáum fjárfesta þá lendum við alltaf í því sama, þ.e. að arðurinn fer í vasa fárra. Þar af leiðandi vildi ég miklu frekar gera þetta þannig að þjóðin ætti þetta.“ Hann segir að hægt væri að byrja strax, t.d. með því að nýta byggingar í Helguvík og að á skömmum tíma gæti framleiðsla á mat og skapandi vörum verið orðið aðaliðnaður landsmanna. „Ef okkur tækist þetta vel, því við eigum svo góðar auðlindir í þetta sem eru orka, fólk, landsvæði, vatn og svo framvegis, sé ég fyrir mér að Íslendingar gætu verið leiðandi á þessu sviði í heiminum. Við gætum kynnt fyrir öðrum þjóðum, sjáið hvernig við gerðum okkur sjálfbær,“ segir Pálmi að lokum. Í meðfylgjandi klippu má sjá viðtalið við Pálma í heild sinni.
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Fleiri fréttir „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Sjá meira