Mörg þúsund gjafir í Jól í skókassa Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. nóvember 2013 09:33 Verkefnið hefur glatt mörg börnin í Úkraínu. myndir/Jól í skókassa „Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar. Jólafréttir Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Sjá meira
„Síðasti dagurinn á höfuðborgarsvæðinu til þess að skila jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í skókassa er á laugardaginn næstkomandi ,“ segir Salvar Geir Guðgeirsson, verkefnastjóri verkefnisins. Það er félagið KFUM sem stendur fyrir söfnuninni. Salvar segir að þegar hafi borist nokkur hundruð kassar. Hann segir að það komi þó alltaf mest inn af gjöfum síðustu dagana í söfnuninni og allra mesti komi síðasta daginn. Salvar segir að verkefnið, sem hófst árið 2004, hafi í rauninni undið upp á sig sjálft. Í byrjun hafi verið um deildarstarf innan KFUM að ræða og fyrsta árið hafi safnast 500 kassar. Ári síðar hafi KFUM borist 2500 kassar og síðan hafi þeim farið fjölgandi ár hvert. Hann segir að söfnuninni sé lokið víða úti á landi. Söfnuninni lauk til dæmis í Vestmannaeyjum á mánudag og á Grundarfirði og í Stykkisólmi í gær.Pakkarnir eru sendir til Úkraínu á svæði þar sem er mikil fátækt og mikið um atvinnuleysi. Pakkarnir fara til munaðarlausra barna en einnig til barna úr fátækum fjölskyldum. „Ástandið á þessu svæði er mjög erfitt, það er mikið af einstæðum fátækum mæðrum og mikið um áfengisdrykkju meðal karlmanna,“ segir Salvar. „Við erum með ákveðna flokka sem fólk getur valið um að gefa í. Við skiptum í aldur og kyn og erum með ákveðna hluti, til dæmis snyrtivörur og dót, sem ættu að fara í hvern pakka þannig að allir fái eitthvað af öllu,“ segir Salvar. Hann segir að á hverju ári fari Íslendingar út til þess að afhenda gjafirnar. Helsti tengiliðurinn sé þó úti en þau sendi fólk til aðstoðar yfir áramótin. „Við biðjum fólk um að skilja smá pening með, 500 til 1000 krónur, sem fer upp í sendingarkostnað.“ Salvar segir að Eimskip styrki verkefnið vel en þeirra þjónusta nái ekki alla leið. Það sé ekki skylda að skilja pening eftir með gjöfinni en aðal kostnaðurinn sé við sendingarnar. „Það kemur fyrir að það er peningur afgangs en við höfum þá nýtt hann í verkefnið. Við keyptum til dæmis nýjan gólfdúk fyrir munaðarleysingjahæli og þvottavélar fyrir geðsjúkrahús þar sem allt var þvegið í höndunum,“ segir Salvar.
Jólafréttir Mest lesið Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki utan í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Sjá meira