Páll Gísli Jónsson, markvörður ÍA, hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Skagamanna og verður því áfram á milli stanganna hjá liðinu í 1. deildinni á næsta ári.
Þetta kemur fram á vefsíðu félagsins í dag en Páll mun áfram sinna markmannsþjálfun hjá félaginu.
ÍA féll úr Pepsi-deildinni í sumar og tók heimamaðurinn Gunnlaugur Jónsson við liðinu í haust og mun stýra liðinu í 1. deildinni.
