Leit hafin að nýju flugvallarstæði fyrir höfuðborgarsvæðið Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2013 19:51 Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur. Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira
Líf Reykjavíkurflugvallar var framlengt um sex ár með samkomulagi milli ríkis, borgar og Icelandair Group sem undirritað var í dag. Nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, á að finna flugvellinum nýjan stað. Framtíð Reykjavíkurflugvallar stefndi í að verða eitt aðalkosningamálið fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Með undirritun samkomulagsins í dag hafa stjórnmálamenn kannski skapað sér frið um málið út næsta kjörtímabil. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, Jón Gnarr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group undirrituðu samkomulagið í Hörpu í dag. Það felur í sér að minnsta flugbraut flugvallarins, norð-austur, suð-vestur flugbrautin verður lögð af á næsta ári og önnur aðalflugbraut vallarins, norður-suður brautin fær að vera í notkun sex árum lengur en skipulag gerir ráð fyrir, eða til ársins 2022. Þá eru samningsaðilar sammála um að innanlandsflugvöllur á höfuðborgarsvæðinu sé fyrsti kostur til framtíðar. Skipuð verður nefnd undir formennsku Rögnu Árnadóttur fyrrverandi dómsmálaráðherra sem skila á tillögum um framtíðarflugvöll fyrir Reykjavík fyrir árslok 2014.Var ekki með þessi einfaldlega verið að aftengja pólitíska sprengju rétt fyrir kosningar? „Nei, sannarlega ekki. Það er verið að tryggja öryggi í samgöngum á Íslandi. Það er verið að tryggja öryggi í innanlandsflugi. Það hefur ekkert að gera með neinar kosningar eða pólitík til eða frá. Markmið ríkisins er alveg skýrt, það er að tryggja öryggi í þessum samgöngum. Það skiptir miklu máli fyrir okkur að hafa þessar tvær brautir í fullri fúnksjón næstu ári,“ segir innanríkisráðherra.Tekist hefur verið á um framtíð Reykjavíkurflugvallar árum saman án þess að niðurstaða fengist. Hvað bendir þá til þess að betur takist til í þetta skipti?„Nýir tímar, nýtt fólk og nýjar áherslur. Það skiptir máli og það er auðvitað þannig að íslenskt samfélag er að glíma við ákveðin viðfangsefni núna. Risastór verkefni. Og það er bara ekki rétti tíminn til að vera takast á við þetta og átök og ágreiningur um flugvöll eru ekki tímabær núna,“ segir Hanna Birna. „Ég held að hluti af andstöðunni við að færa völlinn sé að það er enginn kostur á borðinu sem fólk hefur trú á. Þess vegna er andstaðan eðlileg. En um leið og allir sem þurfa að koma að svona máli fara í það af heilindum um að finna bestu lausnir er ég sanfærður um að þær finnist,“ segir Dagur B. Eggertsson. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group vonar að heiðarlega verið unnið að framtíðarmálum innanlandsflugvallar. „Og við komumst að niðurstöðu þannig að það verði flugvöllur í Reykjavík sem ég tel afskaplega mikilvægt. Ekki bara fyrir innanlandsflugið heldur fyrir ferðaþjónustuna og vöxt í ferðaþjónustunni heilt yfir,“ segir Björgólfur.
Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Sjá meira