Þrettándi íslenski stórmeistarinn María LIlja Þrastardóttir skrifar 29. október 2013 20:00 Hjörvar Steinn Grétarsson vann fimm skákir af sjö á Evrópumeistaramóti taflfélaga sem haldið var á grísku eyjunni Rhodos um helgina og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum. Hjörvar lagði, á meðal annarra, makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð. „Ég er búinn að vera að tefla síðan ég var sex ára og byrjaði eiginlega útaf því það var mikil skák í grunnskólanum mínum, Rimaskóla. Þar byrjaði ég að mæta á æfingar og bróðir minn var að tefla líka svo ég byrjaði að dunda við þetta. Það gekk bara svo vel að ég hélt áfram og síðan vatt þetta uppá sig og hér er maður, hvern hefði grunað,“ segir Hjörvar Steinn. Hjörvar er næstyngsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari en sá yngsti er Helgi Áss Grétarsson sem varð stórmeistari árið 1994, þá sautján ára gamall. Íslendingar eiga jafnframt met í stórmeisturum á heimsvísu sé miðað við höfðatölu.Myndirðu þá segja að skák væri hin eiginlega þjóðaríþrótt? „Ég myndi nú ekki ganga svo langt, ég hugsa að það sé handboltinn. En við erum mjög góð í skák miðað við höfðatölu.“ Hjörvar segist greina aukinn áhuga á íþróttinni á meðal yngra fólks. „Ég hef verið svo heppinn að fá að kenna í skólum og mörgum ungum, efnilegum skákmönnum og finn að það er meiri áhugi núna en hefur verið,“ segir Hjörvar. Með nafnbótinni öðlast Hjörvar launaréttindi úr ríkissjóði til æviloka, sem verður að teljast afar gott fyrir svo ungan mann. Féð hyggst hann nýta til þess að komast á erlend stórmót en auk þess fylgja fénu skuldbindingar um kennslu sem hann hyggst sinna.Hvernig lýsir það sér að vera orðinn að stórmeistara?„Bara ólýsanlegt. Þetta var markmið númer eitt, vö og þrjú síðan ég var ungur. Þetta hefði reyndar mátt gerast aðeins fyrr en svona er þetta bara stundum.“ Við Hjörvar gripum að sjálfsögðu í borðið og ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að spila við þann besta. Óvænt úrslitin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hjörvar Steinn Grétarsson vann fimm skákir af sjö á Evrópumeistaramóti taflfélaga sem haldið var á grísku eyjunni Rhodos um helgina og samsvaraði árangur hans 2607 skákstigum. Hjörvar lagði, á meðal annarra, makedónska stórmeistarann Vasile Sanduleac í sjöundu og síðustu umferð. „Ég er búinn að vera að tefla síðan ég var sex ára og byrjaði eiginlega útaf því það var mikil skák í grunnskólanum mínum, Rimaskóla. Þar byrjaði ég að mæta á æfingar og bróðir minn var að tefla líka svo ég byrjaði að dunda við þetta. Það gekk bara svo vel að ég hélt áfram og síðan vatt þetta uppá sig og hér er maður, hvern hefði grunað,“ segir Hjörvar Steinn. Hjörvar er næstyngsti Íslendingurinn til að verða stórmeistari en sá yngsti er Helgi Áss Grétarsson sem varð stórmeistari árið 1994, þá sautján ára gamall. Íslendingar eiga jafnframt met í stórmeisturum á heimsvísu sé miðað við höfðatölu.Myndirðu þá segja að skák væri hin eiginlega þjóðaríþrótt? „Ég myndi nú ekki ganga svo langt, ég hugsa að það sé handboltinn. En við erum mjög góð í skák miðað við höfðatölu.“ Hjörvar segist greina aukinn áhuga á íþróttinni á meðal yngra fólks. „Ég hef verið svo heppinn að fá að kenna í skólum og mörgum ungum, efnilegum skákmönnum og finn að það er meiri áhugi núna en hefur verið,“ segir Hjörvar. Með nafnbótinni öðlast Hjörvar launaréttindi úr ríkissjóði til æviloka, sem verður að teljast afar gott fyrir svo ungan mann. Féð hyggst hann nýta til þess að komast á erlend stórmót en auk þess fylgja fénu skuldbindingar um kennslu sem hann hyggst sinna.Hvernig lýsir það sér að vera orðinn að stórmeistara?„Bara ólýsanlegt. Þetta var markmið númer eitt, vö og þrjú síðan ég var ungur. Þetta hefði reyndar mátt gerast aðeins fyrr en svona er þetta bara stundum.“ Við Hjörvar gripum að sjálfsögðu í borðið og ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst á að spila við þann besta. Óvænt úrslitin má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira