Erlent

Hættir að halda uppi egypska hernum

Gunnar Valþórsson skrifar
Egypski herinn nýtur ekki lengur stuðnings frá Bandaríkjunum.
Egypski herinn nýtur ekki lengur stuðnings frá Bandaríkjunum. AP
Bandaríkjamenn hafa ákveðið að fella niður fjárstyrki og vopnasendingar til egypska hersins sem hafa hingað til numið rúmum milljarði bandaríkjadala á hverju ári um langt skeið.

Utanríkisráðuneytið tilkynnti um þetta í gærkvöldi og sagði ástæðuna þá þróun sem orðið hefur í landinu síðustu misserin eftir að Mohammed Morsi réttkjörnum forseta landsins var steypt af stóli af hernum. Síðan þá hafa stuðningsmenn Múslímska bræðralagsins, flokks Morsi, verið eltir uppi og þeir fangelsaðir og mótmæli hafa veirð barin niður af mikilli hörku.

Bandaríkjamenn ætla ekki að endurskoða þessa ákvörðun sína uns merkjanleg skref til aukins lýðræðis í landinu hafi verið stigin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×