Erlent

Munro fær Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár

Kanadíska skáldkonan Alice Munro hlýtur Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár.

Þetta var tilkynnt nú rétt í þessu.

Hún er þrettánda konan til að hljóta þessi verðlaun sem hafa verið veitt frá árinu 1901, og um leið fyrsti Kanadamaðurinn.

Þegar tilkynnt var um valið var Munro sögð „meistari nútímasmásagnagerðar", en hún er þekkt fyrir smásögur sínar þar sem hún fjallar meðal annars um samskipti kynjanna og smábæjalíf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×