Skagamenn hafa miklar væntingar til Gunnlaugs Stefán Árni Pálsson skrifar 10. október 2013 12:12 mynd/ kfia.is Gunnlaugur Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍA og mun hann taka strax við liðinu. ÍA féll í sumar úr Pepsi-deildinni og verður það verkefni Gunnlaugs að koma liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu. Gunnlaugur lék sjálfur lengi vel með Skagaliðinu en sem þjálfari hefur hann starfað hjá Selfoss, Val, KA og HK en hann fór með HK-inga upp í 1. deildina í sumar. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu frá Inga Fannari Eiríkssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍA, sem birtist á vefsíðu ÍA rétt í þessu.Það er okkur mikil ánægja að kynna Gunnlaug Jónsson sem þjálfara meistaraflokks karla.Knattspyrnufélag ÍA er sigursælasta félag landsins frá stofnun KSÍ. Undanfarin ár hefur frammistaða liðsins verið undir væntingum. Framundan er skemmtilegt verkefni og markmiðið er að koma ÍA aftur í fremstu röð, þar sem við teljum okkur eiga heima. Það verkefni krefst þolinmæði og þrautseigju. Undanfarin 4 ár hefur átt sér stað mikið uppbyggingarstarf í yngri flokkum félagsins með markvissu uppeldis og afreksstarfi sem þegar er farið að skila árangri í auknum fjölda iðkenda. Við væntum þess að á næstu 3 árum muni þetta starf skila af sér ungum og efnilegum leikmönnum fyrir félagið. Það er mjög mikilvægt að fá rétta manninn til starfa á þessum tímapunkti og erum við mjög heppin að hafa náð samkomulagi við Gulla um að taka að sér þetta verkefni. Við teljum mikilvægt að fá nýjar áherslur og aðferðir. Gulli á að baki farsælan feril sem leikmaður, er ungur þjálfari en býr yfir mikilli reynslu og hefur náð góðum árangri með þau lið sem hann hefur þjálfað, komið bæði Selfoss og HK upp um deild. Gulli er sterkur karakter sem passar vel við það uppbyggingarstarf sem framundan er. Við bjóðum Gulla velkominn á heimaslóðir á ný og höfum miklar væntingar til samstarfsins. F.h.Knattspyrnufélags ÍA,Ingi Fannar EiríkssonFormaður. Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira
Gunnlaugur Jónsson hefur verið ráðinn þjálfari ÍA og mun hann taka strax við liðinu. ÍA féll í sumar úr Pepsi-deildinni og verður það verkefni Gunnlaugs að koma liðinu aftur upp í hóp þeirra bestu. Gunnlaugur lék sjálfur lengi vel með Skagaliðinu en sem þjálfari hefur hann starfað hjá Selfoss, Val, KA og HK en hann fór með HK-inga upp í 1. deildina í sumar. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu frá Inga Fannari Eiríkssyni, formanni knattspyrnudeildar ÍA, sem birtist á vefsíðu ÍA rétt í þessu.Það er okkur mikil ánægja að kynna Gunnlaug Jónsson sem þjálfara meistaraflokks karla.Knattspyrnufélag ÍA er sigursælasta félag landsins frá stofnun KSÍ. Undanfarin ár hefur frammistaða liðsins verið undir væntingum. Framundan er skemmtilegt verkefni og markmiðið er að koma ÍA aftur í fremstu röð, þar sem við teljum okkur eiga heima. Það verkefni krefst þolinmæði og þrautseigju. Undanfarin 4 ár hefur átt sér stað mikið uppbyggingarstarf í yngri flokkum félagsins með markvissu uppeldis og afreksstarfi sem þegar er farið að skila árangri í auknum fjölda iðkenda. Við væntum þess að á næstu 3 árum muni þetta starf skila af sér ungum og efnilegum leikmönnum fyrir félagið. Það er mjög mikilvægt að fá rétta manninn til starfa á þessum tímapunkti og erum við mjög heppin að hafa náð samkomulagi við Gulla um að taka að sér þetta verkefni. Við teljum mikilvægt að fá nýjar áherslur og aðferðir. Gulli á að baki farsælan feril sem leikmaður, er ungur þjálfari en býr yfir mikilli reynslu og hefur náð góðum árangri með þau lið sem hann hefur þjálfað, komið bæði Selfoss og HK upp um deild. Gulli er sterkur karakter sem passar vel við það uppbyggingarstarf sem framundan er. Við bjóðum Gulla velkominn á heimaslóðir á ný og höfum miklar væntingar til samstarfsins. F.h.Knattspyrnufélags ÍA,Ingi Fannar EiríkssonFormaður.
Íslenski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Sjá meira