Erlent

Engin morð í New York í viku

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Engin morð framin í heila viku í New York.
Engin morð framin í heila viku í New York. mynd/afp
Engin morð hafa verið framin í New York í heila viku, eða að minnsta kosti hafa engin morð verið tilkynnt til lögreglunnar þar í borg. Þetta kom fram í tilkynningu frá lögreglunni í dag. Frá þessu er sagt á Huffington post.

Þetta er í annað skipti á þessu ári sem að heil vika líður án þess að tilkynnt sé um morð. Það gerðist líka í janúar á þessu ári og þá liðu reyndar níu dagar á milli morða. Þar áður var metið í langan tíma sex dagar, en það gerðist á meðan að fellibylurinn Sandy reið yfir borgina.

Tíðni morða á þessu ári er reyndar óvenju lág miðað við fyrri ár og færri morðingjar virðast nota skotvopn í árásum.

Í tilkynningunni frá lögreglunni í New York kemur fram að á sama tíma í fyrra hafi morð í borginni verðið 90 fleiri en í ár.

Árið 2012 voru framin 419 morð í borginni, árið á undan voru framin 515 morð en árið 1990 voru framin 2245 morð í New York.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×