Erlent

Bjartsýnni á að deilan leysist

Þessi maður er ekki sáttur.
Þessi maður er ekki sáttur. mynd/afp
Leiðtogar í öldungadeild Bandaríkjaþings segjast nú bjartsýnni en áður á að deilan um fjárlög ríkisins, sem að hluta til hefur lamað opinbera stjórnsýslu og gæti á endanum leitt til greiðslufalls Bandaríkjanna, sé að leysast.

Málin voru rædd fram á nótt og er líkur á að mönnum takist að minnsta kosti að komast að samkomulagi um að hækka greiðsluþak ríkisins þannig að hægt verði að greiða af lánum á tilskildum tíma.

Þá segja heimildir BBC að menn séu komnir nálægt því að ná samkomulagi um fjárheimildir þannig að þeir tæplega áttahundruð þúsund ríkisstarfsmenn sem setið hafa heima hjá sér í þrjár viku, geti snúið aftur til vinnu sinnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×