Erlent

Amma ekur inn í þvottastöð fyrir mistök

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Konan var heppin að sleppa ómeidd frá þessu óhappi.
Konan var heppin að sleppa ómeidd frá þessu óhappi.
Amma í Bretlandi slapp án meiðsla eftir að hafa ekið inn í bílaþvottastöð fyrir mistök, hún ætlaði að keyra út af bílastæði stórmarkaðs þar sem hún hafði nýlokið við að versla. Þetta kemur fram á Daily Mail.

Stálgrindurnar sem hún ók á fóru í gegnum bifreiðina sem hún var á og má hún því teljast heppin að komast ósködduð frá slysinu. 

Talsmaður verslunarinnar sagðist vera glaður að konan hefði sloppið svona vel. Bílaþvottastöðin verður lokuð á meðan viðgerðir fara fram.

Starfsmaður verslunarinnar sagði konuna sem er á sjötugsaldri, hafa tekið þessu með mikilli ró, hún sagði að barnabörnin hennar myndu ekki leyfa henni að enda líf sitt með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×