Erlent

800 þúsund sendir í launalaust leyfi

Fjárlagaskrifstofa Bandaríkjastjórnar hefur fyrirskipað öllum ríkisstofnunum að hætta starfsemi. Þar sem fjárveitingar til rekstursins hafa nú stöðvast ber að stöðva starfsemina.

Þetta er í fyrsta skipti í 17 ár sem kemur til þessa en afleiðingarnar eru meðal annars þær að 1 milljón starfsmanna verða sendir heim í launalaust leyfi, þjóðgörðum verður lokað og rannsóknir á svið læknavísinda stranda, svo dæmi sé nefnd.

Einungis því sem telst bráðnauðsynlegt verður haldið gangandi.

Fjárlagaárinu í Bandaríkjunum lauk í nótt en á þinginu ríkir nú málþóf um frumvarp sem gengur út á að rekstri ríkisins verði haldið áfram óbreyttum fram í miðjan desember.

Repúlíkanar neita að samþykkja það nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Ef ekki næst samkomulag á næstu klukkustundum verða yfir 800.000 ríkisstarfsmenn sendir í launalaust leyfi um óákveðinn tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×