Heilbrigðislög Obama taka gildi í dag Þorgils Jónsson skrifar 1. október 2013 09:48 Heilbrigðislöggjöf sem kennd er við Barack Obama forseta tekur gildi í Bandaríkjunum í dag. NordicPhotos/AFP Þrátt fyrir að lokað verði fyrir stóran hluta af opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í dag þar sem ekii náðist saman milli þingdeilda um áframhald útgjalda ríkissjóðs hefst í dag nýr kafli í heilbrigðisþjónustu vestra þar sem heilbrigðislöggjöf kennd við Obama forseta gengur í gildi. Meðal þess helsta sem í því felst er að nú mun efnalitlum, sem áður höfðu takmarkaðan möguleika á að kaupa sér heilbrigðistryggingar standa slíkt til boða, en með nýju lögunum eru allir landsmenn skildaðir til þess að útvega sér tryggingar. Þá hefur verið komð upp eins konar markaðstorgum fyrir tryggingar þar sem fyrirtækjum er gert skilt að bjóða upp á ýmis konar úrræði meðal annars varðandi geðheilbrigðisjónustu, getnaðarvarnir og fleira. Einnig er skýrt kveðið á um að tryggingafélög megi ekki gera upp á milli viðskiptavina á grundvelli kyns eða heilsufarssögu. Repúblikanar á þingi hafa gert allt sem í þeirra valdi er tila berjast gegn lögunum, sem þeim finnst leggja óþarfa kvaðir á einstaklinga og fyrirtæki,auk þess sem þeir halda því fram að nýja kerfið sé ósjálfbært og muni koma til með að kosta ríkissjóð mikið. Málið tengist enda baráttunni um útgjöld ríkisins en meginástæða þess að lokað hefur verið fyrir stóran hluta útgjalda er einmitt að repúblikanar, sem eru í meirihluta í fulltrúadeild þingsins, vildu tengja lausn deilunnar við að fella út sum ákvæði í heilbrigðislöggjöfinni og fresta gildi annarra um eitt ár. Á það gátu demókratar sem eru í meirihluta í öldungadeildinni ekki fallist og því er staðan eins og raun ber vitni. Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Þrátt fyrir að lokað verði fyrir stóran hluta af opinberri þjónustu í Bandaríkjunum í dag þar sem ekii náðist saman milli þingdeilda um áframhald útgjalda ríkissjóðs hefst í dag nýr kafli í heilbrigðisþjónustu vestra þar sem heilbrigðislöggjöf kennd við Obama forseta gengur í gildi. Meðal þess helsta sem í því felst er að nú mun efnalitlum, sem áður höfðu takmarkaðan möguleika á að kaupa sér heilbrigðistryggingar standa slíkt til boða, en með nýju lögunum eru allir landsmenn skildaðir til þess að útvega sér tryggingar. Þá hefur verið komð upp eins konar markaðstorgum fyrir tryggingar þar sem fyrirtækjum er gert skilt að bjóða upp á ýmis konar úrræði meðal annars varðandi geðheilbrigðisjónustu, getnaðarvarnir og fleira. Einnig er skýrt kveðið á um að tryggingafélög megi ekki gera upp á milli viðskiptavina á grundvelli kyns eða heilsufarssögu. Repúblikanar á þingi hafa gert allt sem í þeirra valdi er tila berjast gegn lögunum, sem þeim finnst leggja óþarfa kvaðir á einstaklinga og fyrirtæki,auk þess sem þeir halda því fram að nýja kerfið sé ósjálfbært og muni koma til með að kosta ríkissjóð mikið. Málið tengist enda baráttunni um útgjöld ríkisins en meginástæða þess að lokað hefur verið fyrir stóran hluta útgjalda er einmitt að repúblikanar, sem eru í meirihluta í fulltrúadeild þingsins, vildu tengja lausn deilunnar við að fella út sum ákvæði í heilbrigðislöggjöfinni og fresta gildi annarra um eitt ár. Á það gátu demókratar sem eru í meirihluta í öldungadeildinni ekki fallist og því er staðan eins og raun ber vitni.
Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira