Erlent

Glæpagengi fljúga ódýrt til Evrópu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Fara ránsferðir um Evrópu.
Fara ránsferðir um Evrópu. mynd/afp
Rúmensk glæpagengi herja á evrópskar borgir með því að taka flug með lággjaldaflugfélögum til borganna þar sem þau fremja glæpi áður en þau snúa aftur heim „rétt í tíma fyrir kaffið.“

Þetta kemur fram á Daily Mail og er haft eftir Rob Wainwright, yfirmanni Europol.

Rob Wainwright lýsir glæpagengjunum sem óprúttnum og að þau sem fari  um Evrópu til að fremja glæpi sína.

Hann varar við þesum gengjum og bendir á að það sé erfitt fyrir lögreglu í hverju landi að hafa upp á þessum gengjum og fylgja brotum eftir.

Rob segir að samvinna ríkja um lögreglusamstarf sé mikilvægt til þess að hægt verði að verði að stöðva þessa glæpamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×