Bann á The Pirate Bay og deildu.net neyðarúrræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2013 19:58 Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“ Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira
Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“
Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Sjá meira