Bann á The Pirate Bay og deildu.net neyðarúrræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2013 19:58 Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“ Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira