Bann á The Pirate Bay og deildu.net neyðarúrræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. október 2013 19:58 Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“ Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Hagsmunaaðilar um höfundarrétt fara fram á að stærstu netþjónustufyrirtæki landsins loki fyrir aðgang að skráarskipta-síðunum Deildu.net og The Pirate Bay. Neyðarúrræði segir formaður plötuútgefanda á meðan þingmaður pírata og þungarokkari kalla eftir nýju lagaumhverfi. Lögbannsbeiðnin verður tekin fyrir af Sýslumanninum í Reykjavík á föstudaginn en að henni standa Smáís, Stef, Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Félag hljómplötuframleiðenda. Í yfirlýsingu frá hópnum kemur fram að hér sé um neyðarúrræði að ræða enda sé erfitt að sækja þá sem ábyrgð bera á þessum vefsíðum til saka. Tekið hefur verið til sambærilegra aðgerða á norðulöndum. „Við erum búnir að reyna allar aðrar leiðir, þar á meðal að kæra þá sem bera ábyrgð á deildu.net. Það hefur ekkert gerst í því,“ segir Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda. „Þetta er í raun eins og við séum að loka verslun sem selur ólöglegar vöru eða stolinn varning.“ Þá segir að fjárhagslegt tjón rétthafa sé nú þegar gífurlegt af völdum ólöglegs niðurhals. Þar á meðal hefur íslenska kvikmyndin djúpið verið hlaðið niður meira en tíu þúsund sinnum á deildu.net. Síminn hefur bent á að úrskurður sýslumanns sé tímabær enda sé lagalegur vafi á því hvort að unnt sé að takmarka aðgengi með þessum hætti. Talsmaður Vodafone tekur í sama streng, fyrirtækið bíði átekta og fagnar því að réttaróvissu verði eytt. „Þetta er svolítið eins og að ef lögreglumenn myndu varpa ábyrgð á Vegagerðina þegar þeir hafa ekki hendur í hári bankaræningja, einfaldlega vegna þess að þeir hafi nýtt sér vegakerfið til að komast undan,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. „Við erum hér að tala um internetið. Það eru þúsundir, ef ekki milljónir, vefsíðan sem deila efni sem þessu. Ef það á að fara niður þessa leið til þess að vernda klassíska útgáfu af höfundarréttarlögum þá er erfitt að sjá hvar það endar, annað hvort með mistökum eða gerræði yfir internetinu.“ „Ég veit fyrir víst að það er verið að deila okkar efni alveg á fullu,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, bassaleikari Skálmaldar. „Það breytir því hins vegar ekki að við erum að selja vel, bæði heima og erlendis. Það getur einfaldlega ekki verið rétt að meirihluti fólks víli ekki fyrir að sér að brjóta lög, þá eru reglurnar einfaldlega ekki réttar.“
Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira