Erlent

Keypti eftirlíkingu sem reyndist upphaflegt málverk af Napóleon Bonaparte

Elimar Hauksson skrifar
Einkasafnari í New York er talinn hafa greitt minna en einn hundraðasta af raunvirði málverks af Frakkakeisaranum frá árinu 1813.
Einkasafnari í New York er talinn hafa greitt minna en einn hundraðasta af raunvirði málverks af Frakkakeisaranum frá árinu 1813. mynd/afp
Málverk af Napóleon Bonaparte sem talið er að hafa verið glatað í tvær aldir, dúkkaði upp í New York fyrir stuttu þar sem það hafði verið keypt fyrir minna en einn hundraðasta af raunvirði þess.

Málverkið var málað af Jacques-Louis David árið 1813 þegar Bretar og Prússar höfðu í hótunum um að hernema Frakkland. Á myndinni sést hvar Napóleon heldur hægri hendinni inni í brjóstvasanum eins og hann sat oft fyrir þegar myndir voru málaðar af honum. 

Það var einkasafnari í New York sem keypti málverkið árið 2005 fyrir um það bil 24.000 dollara. Fyrir stuttu lét safnarinn síðan hreinsa verkið en þá kom í ljós að málverkið var upphaflegt frá árinu 1813 og margfalt meira virði en það hafði verið keypt á.

Á vef VG má sjá myndir af verkinu fyrir og eftir hreinsun. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×